Hitamet í Noregi: 19 gráður í janúar

Veðurblíðan lék við bæjarbúa en hún gæti þó verið tilkomin …
Veðurblíðan lék við bæjarbúa en hún gæti þó verið tilkomin vegna loftslagsbreytinga. Ljósmynd/Úr safni

Í Vest­ur-Nor­egi er nú hita­bylgja en er það afar sjald­gæft svo snemma í janú­ar. Á þess­um tíma er hita­stig venju­lega und­ir frost­marki. BBC grein­ir frá þessu.

Í dag mæld­ist hit­inn 19 gráður á Celsius í þorp­inu Sunn­dalsøra. Er það 25 gráðum hlýrra en hitameðaltal janú­ar­mánaða síðustu ára. 

Var dag­ur­inn í dag hlýj­asti dag­ur Nor­egs í janú­ar­mánuði síðan mæl­ing­ar hóf­ust.  

Íbúar nutu veður­blíðunn­ar í dag en aðrir hafa áhyggj­ur af því að loft­hit­inn sé af­leiðing lofts­lags­breyt­inga. Marg­ir íbú­ar Sunn­dalsøra fara á skíði á þess­um árs­tíma en í dag spókuðu þeir sig á stutterma­bol­um.

Fyrra met Sunn­dalsøra í janú­ar er 17,4 °C. Metið sem nú var slegið er einnig hita­met vetr­ar­mánaða, en þeir eru des­em­ber, janú­ar og fe­brú­ar. 

Sunn­dalsøra er einn hlýj­asti staður Nor­egs, en þar hafa mælst 18,3 °C í des­em­ber og 18,9 °C í fe­brú­ar. Eru það hæstu hita­töl­ur sem mælst hafa í Nor­egi í þess­um mánuðum.

mbl.is