„Rannsakað verði hvort útgerðarmenn séu kjánar“

Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur krefjast mikilla rannsókna …
Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur krefjast mikilla rannsókna á útgerðum landsins, sérstaklega hvað varðar verð á makríl. mbl.is/Árni Sæberg

Farið er fram á ít­ar­lega rann­sókn á verðmynd­un mak­ríls á ár­un­um 2012 til 2018 í álykt­un sem samþykkt var á aðal­fund­um Sjó­manna­fé­lags Íslands og Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur sem haldn­ir voru milli jóla og ára­móta. Er kraf­an gerð „í fram­haldi af at­hug­un Verðlags­stofu skipta­verðs á vigt­ar- og ráðstöf­un­ar­skýrsl­um út­gerða sem reka land­vinnslu og bræðslu,“ að því er seg­ir í álykt­un fé­lag­anna.

Segja fé­lög­in at­hug­un Verðlag­stofu skipta­verðs hafa leitt í ljós að verðlag er „miklu mun hærra í Nor­egi þar sem það miðast við heims­markaðverð en á Íslandi. Hrá­efn­is­verð mak­ríls á ár­un­um 2012-2018 var að meðaltali 227% hærra í Nor­egi en á Íslandi.“

Þá seg­ir að „sjó­menn krefjast þess að Alþingi skipi óháða fag­lega rann­sókn­ar­nefnd á verðmynd­un sjáv­ar­fangs al­mennt, starf­semi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og sölu­fyr­ir­tækja þeirra hér á landi sem er­lend­is. Nefnd­in vinni fyr­ir opn­um tjöld­um og hafi heim­ild til þess að kalla fyr­ir sig vitni þannig að fólkið í land­inu geti fylgst með störf­um nefnd­ar­inn­ar á öll­um stig­um.“

Leiti ekki besta verðs

Vilja fé­lög­in meina að út­gerðar­menn hafi „bætt í“ árið 2018 og að verð á mak­ríl hafi verið um 300% hærra í Nor­egi á því ári. Gætu tekj­ur út­gerðanna hafa verið allt að 50 millj­arðar króna miðað við heims­markaðsverð en voru 25 millj­arðar, að því er seg­ir í álykt­un­inni.

„Rann­sakað verði hvort út­gerðar­menn séu kján­ar sem leiti ekki eft­ir besta verði og verði ár­lega af tug millj­arða króna tekj­um af mak­ríl og þannig ekki treyst­andi fyr­ir auðlind þjóðar­inn­ar. Þeir státa af besta sjáv­ar­út­vegi í heimi en hvernig má vera að þeir fái ekki besta verð í heimi? Þeir eru með eig­in sölu­fé­lög er­lend­is. Er til­gang­ur­inn að lækka laun sjó­manna og kom­ast hjá skatt­greiðslum?“

Jafn­framt er kraf­ist rann­sókn á því hvort sjó­menn hafi með þessu verið hlunn­farn­ir um tals­verðar tekj­ur á ár­inu 2018. „Rann­sakað verði hvort tug­ir millj­arða króna hafi endað í vasa út­gerðarmanna árið 2018 við það eitt að mak­ríln­um var landað á Íslandi en ekki Nor­egi. Rann­sakað verði hvort tug­um jafn­vel hundruð millj­örðum króna hafi verið komið í er­lend skatta­skjól á ára­tugn­um. Rann­sakað verði hvar fjár­mun­irn­ir séu niður­komn­ir.“

Brim beiti laga­klækj­um

Sjó­manna­fé­lags Íslands og Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur segja þjóðina hafa „orðið vitni að græðgi Sam­herja í Namib­íu.“ Benda þau á að um­rætt mál sé til rann­sókn­ar í Namib­íu og að þátt­ur norska bank­ans DNB sé til rann­sókn­ar í Nor­egi. „Ekk­ert heyr­ist af rann­sókn á Íslandi. Hver er staða mála? Sjó­menn krefjast svara.“

Beina fé­lög­in einnig spjót­um sín­um að eig­end­um Brims og segja hug­mynd­ir um að fá er­lenda aðila til þess að fjár­festa í fé­lag­inu sé „þjóðhættu­leg“ og stang­ist á við lög. „Grun­semd­ir vakna að Brim beiti laga­klækj­um til þess að koma fiski­miðum þjóðar­inn­ar í er­lend­ar hend­ur og séu lítt dul­bú­in aðför að ís­lensk­um sjó­mönn­um. Sjó­menn hafna áform­um um er­lent fjár­magn í sjáv­ar­út­veg.“

Efla þurfi Land­helg­is­gæsl­una

Á aðal­fund­um fé­lag­anna tveggja var einnig samþykkt álykt­un þar sem biðlað er til stjórn­valda að bæta við þriðju áhöfn­inni hjá Land­helg­is­gæsl­unni þannig að hægt sé að tryggja að tvö varðskip séu á sjó á hverj­um tíma.

Bent er á að þarfagrein­ing og áhættumat Land­helg­is­gæsl­unn­ar geri ráð fyr­ir að ætíð séu tvö varðskip við eft­ir­lit á sjó hverju sinni með sam­bæri­lega getu og varðskipið Þór. „Stjórn­völd gera ekk­ert með þessa þarfagrein­ingu og áhættumat. Þegar óveðrið gekk  yfir á dög­un­um var ekk­ert skip við eft­ir­lit þegar Þór sá Dal­vík­ing­um fyr­ir raf­magni.“

„Land­helg­is­gæsl­an ger­ir út tvö varðskip – Þór og Tý – með eina áhöfn á hvoru skipi. Annað varðskipið er jafn­an á sjó meðan hitt ligg­ur í höfn. Bæta þarf við áhöfn­um til þess að bæði varðskip­in séu sam­tím­is á sjó. Slys gera ekki boð á und­an sér og við blas­ir að með stór­aukn­um sigl­ing­um stór­skipa í ís­lenskri lög­sögu þá þarf viðbúnaður að vera í lagi svo þjóðin verði sér ekki til skamm­ar.“

mbl.is