Sjóherinn aðstoðar við rýmingu

Skip ástralska sjóhersins, HMAS Choules, lagði af stað frá flotastöð …
Skip ástralska sjóhersins, HMAS Choules, lagði af stað frá flotastöð hersins í Kuttabul til strandbæjarins Mallacoota í Viktoríufylki þar sem hermenn munu aðstoða við rýmingu vegna skógarelda. AFP

Ástr­alski sjó­her­inn hef­ur verið kallaður út svo hægt sé að koma hundruð manns frá strand­bæn­um Mallacoota í Vikt­oríu-fylki sem hef­ur orðið gróðureld­un­um að bráð. Skip sjó­hers­ins mun flytja um 800 manns frá bæn­um að því er BBC grein­ir frá. Um fjög­ur þúsund íbú­ar og ferðamenn hafa setið fast­ir í bæn­um síðan á mánu­dag vegna eld­anna. 

18 manns hafa lát­ist í eld­un­um frá því í sept­em­ber og yfir 1.200 heim­ili hafa eyðilagst. Þá er 17 manns saknað sem stend­ur. 

Um­fangs­mik­il rým­ing hef­ur einnig verið fyr­ir­skipuð í Nýja-Suður Wales en þar hef­ur fylk­is­stjór­inn lýst yfir neyðarástandi. Veður­spá­in fyr­ir helg­ina er hörmu­leg upp á eld­ana að gera, en bú­ist er við mikl­um hita og sterk­um vindi. 

Gróðureld­arn­ir hafa einnig skaðleg áhrif á dýra­ríkið en vist­fræðing­ar við há­skól­ann í Syd­ney telja að hátt í hálf­ur millj­arður spen­dýra, fugla og skriðdýra hafi drep­ist í eld­un­um frá því í sept­em­ber. 

Fylk­is­stjóri Nýja Suður-Wales í Ástr­al­íu hef­ur lýst yfir neyðarástandi í …
Fylk­is­stjóri Nýja Suður-Wales í Ástr­al­íu hef­ur lýst yfir neyðarástandi í fylk­inu vegna skóg­ar­eld­anna sem þar brenna af mikl­um ofsa. AFP

Líkt og greint var frá fyrr í dag þurfti Scott Morri­son, for­sæt­is­ráðherra Ástr­al­íu, að stytta heim­sókn sína til bæj­ar­ins Cobargo í Nýja Suður-Wales eft­ir að reiðir bæj­ar­bú­ar sögðu hon­um til synd­anna og gagn­rýndu aðgerðal­eysi hans og áströlsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar yfir gróðureld­um í land­inu.

Mynd­skeið þar sem bæj­ar­bú­ar létu hann heyra það má sjá hér að neðan:



mbl.is