Sonur fallins slökkviliðsmanns tók við verðlaunum

Harvey Keaton, eins og hálfs árs, tekur við verðlaunum fyrir …
Harvey Keaton, eins og hálfs árs, tekur við verðlaunum fyrir látinn föður sinn. AFP

Son­ur ástr­alsks sjálf­boðaliða sem lést við slökkvistörf 19. des­em­ber tók við dyggðar­verðlaun­um fyr­ir föður sinn að hon­um látn­um í dag. 

Har­vey Keaton, 19 mánaða, klædd­ist ein­kenn­is­bún­ingi þegar hann tók við verðlaun­un­um við jarðarför Geof­freys föður síns nærri Syd­ney í dag. 

Tug­ir slökkviliðsmanna mynduðu heiðurs­skipt­ingu þegar hann var bor­inn til graf­ar, en Keaton og sam­starfsmaður hans Andrew O'Dwyer lét­ust 19. des­em­ber við slökkvistörf þegar tré féll á slökkvi­bíl þeirra. O'Dwyer, sem einnig á ungt barn, verður jarðaður í næstu viku. 

Dyggðar­verðlaun­in voru gef­in syni hans Har­vey af slökkviliðsstjóra Nýja South Wales, Shane Fitzsimmons. Scott Morri­son, for­sæt­is­ráðherra lands­ins, var einnig viðstadd­ur jarðarför­ina. 

Alls hafa 18 lát­ist í gróðureld­un­um í Ástr­al­íu síðan í sept­em­ber, þar af sjö í Nýja Suður-Wales síðustu vik­una. Nokk­urra er enn saknað. 

Slökkviliðsmenn voru viðstaddir jarðarför Geoffrey Keaton, sem lést þegar tré …
Slökkviliðsmenn voru viðstadd­ir jarðarför Geof­frey Keaton, sem lést þegar tré féll á bíl hans við björg­un­ar­störf. AFP
Frá jarðarför Geoffrey Keaton.
Frá jarðarför Geof­frey Keaton. AFP
mbl.is