Meira brunnið í Ástralíu en í Amazon

Slökkviliðsmenn að störfum. Búist er við því að hitastigið muni …
Slökkviliðsmenn að störfum. Búist er við því að hitastigið muni ná allt að 40 stigum á morgun. AFP

Fyr­ir fjölda íbúa Vikt­oríu­fylk­is í Ástr­al­íu er of seint að yf­ir­gefa heim­ili sín. Nú er það eina sem þeir geta gert að leita skjóls vegna hætt­unn­ar sem gíf­ur­leg­ir gróðureld­ar hafa í för með sér. Murray Valley-hraðbraut­inni hef­ur verið lokað í báðar átt­ir vegna eld­anna og sit­ur stór hluti íbúa því fast­ur. Ástr­alska frétt­asíðan News grein­ir frá þessu.

Bú­ist er við því að veðrið á morg­un verði afar óhag­stætt hvað eld­ana varðar. Veðrið mun skapa aðstæður sem gæti verið erfitt að lifa af, að sögn slökkviliðs Ástr­al­íu. 

Slökkviliðið sendi frá sér til­kynn­ingu á sam­fé­lags­miðlum í morg­un þar sem neyðarviðvör­un var gef­in út fyr­ir ákveðin svæði og sagt „þið eruð í hættu. Það er of seint að yf­ir­gefa svæðið.“ 

Mik­il hætta á gróðureld­um í framtíðinni 

Síðan í sept­em­ber hafa gróðureld­ar í Ástr­al­íu eytt sex millj­ón hekt­ara svæði en það er rúm­lega tvisvar sinn­um meira en það svæði sem skógar­eld­arn­ir í Amazon-regn­skóg­in­um eyðilögðu í ág­úst síðatliðnum. Landsvæðið sem hef­ur nú þegar eyðilagst í gróðureld­un­um í Ástr­al­íu er jafn­framt stærra en það sem eyðilagðist í skógar­eld­um Amazon á öllu síðasta ári. 

Gróðureldarnir eru virkilega umfangsmiklir.
Gróðureld­arn­ir eru virki­lega um­fangs­mikl­ir. AFP

Hundruð þúsunda hafa þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín, á ann­an tug eru látn­ir og fjölda fólks er saknað. Þurr­ar aðstæður og hár loft­hiti hef­ur valdið því að eld­arn­ir hafa náð út­breiðslu sem fáir bjugg­ust við. Kolt­ví­sýr­ing­ur­inn sem eld­arn­ir senda frá sér út í and­rúms­loftið ger­ir hætt­una á stór­um elds­voðum í framtíðinni meiri. 

Eins og áður hef­ur verið greint frá telja vist­fræðing­ar við há­skól­ann í Syd­ney að hátt í hálf­ur millj­arður spen­dýra, fugla og skriðdýra hafi drep­ist í eld­un­um frá því í sept­em­ber. Þar af er talið að átta þúsund kóala­dýr hafi týnt lífi. Um 30% allra kóala­dýra í Nýja suður-Wales hafa drep­ist í eld­un­um. 

Frétt Insi­der

mbl.is

Bloggað um frétt­ina