„Þetta er auðvitað alvarlegt“

„Þetta er auðvitað alvarlegt,“ segir Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, um árás Bandaríkjahers á íranska herforingjann Qasem Soleimani í nótt. Grannt sé fylgst með þróuninni og hún tekur undir orð þeirra sem óska þess að þetta verði ekki til að auka ófrið á svæðinu. 

Nú bíði alþjóðasamfélagið eftir skýringum. „Þetta hlýtur allt að verða til mikillar umræðu í Bandaríkjunum og þangað þurfum við að horfa til að fá upplýsingar um ástæður þessara atburða í nótt,“ segir Sigríður í samtali við mbl.is sem má sjá í myndskeiðinu.

Samskipti Írana og Bandaríkjamanna hafa kólnað hratt á undanförnum misserum. Í sumar sökuðu Bandaríkjamenn Írani um árásir á olíuflutningaskip á siglingu um Ómanflóa. Áhöfn Kokuka Coura­geous þurfti að yf­ir­gefa skipið vegna spreng­ing­ar­ í júní og annað sam­bæri­legt at­vik varð á svipuðum slóðum um borð í skip­inu Front Alta­ir.

Hvor­ugt skip­anna var banda­rískt og bæði voru þau á leið til Asíu með farm sinn.

Í mynd­skeiðinu fyrir neðan eru sönn­un­ar­gögn­ sem banda­rísk yf­ir­völd lögðu fram tek­in til grein­ing­ar af blaðamönnum The New York Times. Þar virðast áhafnir á strandgæslubátum íranska hersins vera að eiga við fyrrnefnda skipið í aðdraganda sprengingarinnar. 

 

mbl.is