Unnið er að tveimur úttektum

Deilt er um verð á makríl.
Deilt er um verð á makríl. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

At­vinnu­vegaráðuneytið er að kanna ástæður fyr­ir mis­mun­andi verði á mak­ríl eft­ir ríkj­um. At­vinnu­vega­nefnd Alþing­is hef­ur óskað eft­ir upp­lýs­ing­um og af­stöðu fimm ráðuneyta til áhrifa auk­ins út­flutn­ings á óunn­um fiski og þar er jafn­framt óskað eft­ir viðbrögðum við upp­lýs­ing­um um verðmis­mun á mak­ríl.

Sjó­manna­fé­lag Íslands og Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur sendu í gær frá sér álykt­an­ir aðal­funda fé­lag­anna þar sem þess er kraf­ist að fram fari ít­ar­leg rann­sókn á verðmynd­un mak­ríls á ár­un­um 2012 til 2018. Vísað er til at­hug­un­ar Verðlags­stofu skipta­verðs á vigt­ar- og ráðstöf­un­ar­skýrsl­um út­gerða sem reka land­vinnslu og bræðslu. Þar komi fram að verðlag sé mikl­um mun hærra í Nor­egi, þar sem það miðist við heims­markaðsverð, en á Íslandi. Hrá­efn­is­verð á mak­ríl hafi verið að meðaltali 227% hærra í Nor­egi en á Íslandi á þess­um árum.

Full­yrt er að tekj­ur út­gerðarfyr­ir­tækja gætu verið tvö­falt hærri ef miðað væri við heims­markaðsverð. Rann­sakað verði hvort út­gerðar­menn séu kján­ar sem ekki leiti eft­ir besta verði og verði þannig ár­lega af tug­millj­arða króna tekj­um af mak­ríl. Spurt er hvort til­gang­ur­inn sé að lækka laun sjó­manna og kom­ast hjá skatt­greiðslum.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra nauðsyn­legt og hollt fyr­ir alla hlutaðeig­andi að fram fari at­hug­un á þeim mun sem er á verði upp­sjáv­ar­afla eft­ir ríkj­um, þó ekki væri til ann­ars en að eyða tor­tryggni og óvissu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: