Ekkert útlit fyrir loðnuveiðar í vetur

Landað úr grænlensku loðnuskipi í Helguvíkurhöfn á Reykjanesi.
Landað úr grænlensku loðnuskipi í Helguvíkurhöfn á Reykjanesi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Að óbreyttu eru eng­ar lík­ur á því að Íslend­ing­ar muni veiða loðnu á næst­unni, sam­kvæmt frétta­bréfi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS). Ekk­ert skip hef­ur enn haldið til loðnu­leit­ar og stjórn­völd hafa ekki skipa­kost­inn í verkið. 

„Þau hyggj­ast ekki nýta sér aðra kosti í stöðunni, sem þeim þó stend­ur til boða; það er að semja við aðila um að ann­ast hluta verk­efn­is­ins. Slíkt fyr­ir­komu­lag er þó vel þekkt. Að óbreyttu eru því ekki lík­ur á loðnu­veiðum í vet­ur,“ seg­ir í frétta­bréfi SFS.

„And­vara­leysi stjórn­valda verður að telj­ast held­ur nöt­ur­legt; fyr­ir fyr­ir­tæki sem fjár­fest hafa í skip­um, búnaði og markaðssetn­ingu fyr­ir millj­arða króna, fyr­ir sjó­menn og fjöl­skyld­ur þeirra, fyr­ir sveit­ar­fé­lög og fyr­ir sam­fé­lagið allt.“

Mik­il­vægi haf­rann­sókna hef­ur auk­ist

Í bréf­inu seg­ir að öfl­ug­ar haf­rann­sókn­ir séu for­senda þess að auðlind sjáv­ar sé nýtt með sjálf­bær­um hætti en það styðji við efna­hags­lega vel­sæld.

„Á umliðnum árum hef­ur mik­il­vægi haf­rann­sókna auk­ist mjög meðal ann­ars vegna breyt­inga í um­hverf­inu og sjón­um. Auk þess gera er­lend­ir kaup­end­ur þá kröfu til fisk­veiðiþjóða að veiðar á villt­um fiski séu studd­ar af ít­ar­leg­um og hlut­laus­um rann­sókn­um.“

Gæti orðið þjóðinni dýr­keypt

Að sögn SFS eru mæl­ing­ar á grund­velli afla­reglu loðnu erfiðar í fram­kvæmd. Þær krefjast einnig mik­ils skipa­tíma þar sem veður við Ísland sé vá­lynt og loðnan dynt­ótt. 

„Nú er hins veg­ar svo komið að stjórn­völd hafa aðeins til umráða eitt haf­rann­sókna­skip, Árna Friðriks­son. Miðað við þær kröf­ur sem gild­andi afla­regla ger­ir til loðnu­leit­ar, þá dug­ir það skip, eitt og sér, ekki til þess að ná heild­stæðri mæl­ingu þannig að lík­ur séu á því að loðnu­kvóti verði gef­inn út. Nauðsyn­legt er að hafa fleiri skip við mæl­ingu á loðnu, helst þrjú til fjög­ur.“

Stjórn­völd virðast ekki sjá mik­il­vægi þess að ráðast í loðnu­leit, að sögn SFS.

„Því miður virðist þetta sam­hengi stjórn­völd­um hulið, þrátt fyr­ir að verðmæti loðnunn­ar hlaupi á tug­um millj­arða króna á ári. Í aug­um stjórn­valda eru haf­rann­sókn­ir kostnaður, en ekki grunn­for­senda verðmæta­sköp­un­ar. Þessi mis­skiln­ing­ur gæti reynst dýr­keypt­ur.“

mbl.is