Fluttu til Köben vegna veðursins

Sigrún Lárusdóttir ásamt dóttur sinni í Fælledparken.
Sigrún Lárusdóttir ásamt dóttur sinni í Fælledparken. Ljósmynd/Aðsend

Sigrún Lár­us­dótt­ir flutti með kær­asta sín­um, Þórði Jó­hanns­syni, og dótt­ur þeirra, Nóru Röfn, til Kaup­manna­hafn­ar sum­arið 2018. Þá voru þau bæði í fæðing­ar­or­lofi og höfðu stefnt að því að búa er­lend­is eft­ir há­skóla­nám á Íslandi. Sigrún er ánægð með lífið í gamla höfuðstaðnum en hvet­ur þó fólk að kíkja út fyr­ir Kaup­manna­höfn þegar það heim­sæk­ir borg­ina. 

„Við kærast­inn minn vor­um bæði ný­bú­in að klára há­skóla­námið okk­ar og vor­um í fæðing­ar­or­lofi á sama tíma. Ég út­skrifaðist úr Lista­há­skóla Íslands sem fata­hönnuður í júní 2018, en hann hafði út­skrif­ast úr alþjóðasam­skipt­um frá Há­skóla Íslands fyrr um vorið. Það væri ef­laust eðli­leg­ast að við hefðum flutt þar sem við vor­um bæði með mennt­un sem okk­ur þótti henta bet­ur er­lend­is, en í raun vor­um við orðin dauðþreytt á veðrinu. Það var enda­laus rign­ing á Íslandi á þess­um tíma og nokk­urra mánaða hita­bylgja að ganga yfir Kö­ben. Eft­ir að minn­ast á hug­mynd­ina að flytja við for­eldra mína gripu þau sam­stund­is inn í og nán­ast sendu okk­ur út. Tveim­ur vik­um seinna vor­um við flutt! Þau hafa mjög já­kvæða reynslu af Dan­mörku, enda hafa þau eign­ast þrjú af sex systkin­um mín­um hérna. Öll systkini mín hafa á ein­hverj­um tíma­punkti menntað sig hérna líka, svo þetta meikaði al­veg sens. Við erum að sjálf­sögðu þakk­lát hvat­vís­inni í for­eldr­um mín­um í dag enda höf­um við náð að koma okk­ur mjög vel fyr­ir og fengið mörg tæki­færi inn­an okk­ar fagsviðs sem okk­ur hefðu ekki boðist á Íslandi,“ seg­ir Sigrún um ástæðu þess að fjöl­skyld­an flutti til Kaup­manna­hafn­ar. 

Þórður og Sigrún eru ánægð með lífið í Danmörku.
Þórður og Sigrún eru ánægð með lífið í Dan­mörku. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað heillaði þig við Kaup­manna­höfn?

„Upp­runa­lega var það hug­mynd­in um að geta tekið langa göngu­túra með barna­vagn­inn í sól­inni meðan ég var í or­lofi, kom­ast í þægi­legri sam­göng­ur og losna við bíl­inn. Fyrst viss­um við í raun ekki hvort við vær­um að fara í langt sum­ar­frí eða flytja til lengri tíma, ætluðum bara svo­lítið að kom­ast að því yfir sum­arið. En svo höfðum við auðvitað alltaf haft það ómeðvitað á bak við eyrað að flytja utan eft­ir námið okk­ar. Ég hafði alltaf séð fyr­ir mér að flytja aft­ur til London þar sem ég bjó um skeið, og kærast­inn minn hafði sjálf­ur búið í Par­ís og talað um að flytja aft­ur. Evr­ópsk­ar stór­borg­ir heilluðu okk­ur sem sagt bæði mikið, og Kaup­manna­höfn varð ein­hvern veg­inn milli­lend­ing­in hjá okk­ur. Svo átt­um við mjög auðvelt bæði tvö með að fá vinn­ur við mennt­un­ina okk­ar. Ég gekk til starfa hjá fata­hönnuðinum BARBARA I GONG­INI eft­ir or­lofið og kærast­inn minn fékk nán­ast strax vinnu við alþjóðaviðskipti, eitt­hvað sem er ekki í boði í jafn rík­um mæli á Íslandi.“

Hvaða hverfi er í upp­á­haldi hjá þér?

„Það er klár­lega Nor­d­havn. Við bjugg­um þar um tíma­skeið og erum alltaf að plana að flytja þangað aft­ur. Það er ný­legt hverfi sem hef­ur verið hannað út frá sjálf­bærniviðmiðum, svo and­inn þar er klár­lega í takt við okk­ar lífs­stíl þar sem við erum bæði að mestu leyti veg­an og hug­um mikið að um­hverf­is­mál­um. Svo skemmdi arki­tekt­úr­inn, hönn­un­ar­búðirn­ar og sjáv­ar­út­sýnið ekki fyr­ir, né það að geta dýpt sér í sjó­sund hvenær sem er. Við búum núna í Øster­bro sem er hinum meg­in við lest­artein­ana við Nor­d­havn og er al­veg ynd­is­legt fjöl­skyldu­hverfi. Núna erum við með þessa krón­ísku tog­streitu með næstu skref á nýja ár­inu, en okk­ur lang­ar annaðhvort að færa okk­ur aft­ur í Nor­d­havn, eða í þver­and­stæðuna, þá út fyr­ir Kaup­manna­höfn þar sem við get­um kom­ist í hús með garði og helst mik­illi nátt­úru í kring. Grun­ar að það seinna verði fyr­ir val­inu.“

Hverfið Nordhavn sést hér en það er í uppáhaldi hjá …
Hverfið Nor­d­havn sést hér en það er í upp­á­haldi hjá fjöl­skyld­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

Áttu þér upp­á­haldsveit­ingastað?

„Þar sem við fjöl­skyld­an eyðum nán­ast öll­um frí­stund­um sam­an og orku­bolt­inn hún dótt­ir okk­ar ekki mikið fyr­ir að staldra við of lengi á sama stað, höf­um við átt svo­lítið erfitt með að prófa okk­ur áfram á því sviði. Við höf­um því fundið meira eins og upp­á­halds „veit­inga­rými“, en fyr­ir fjöl­skyldu­fólk er frá­bært að kíkja í Tor­vehaller­ne sem er með svipað kon­sept og Hlemm­ur mat­höll (nema tölu­vert stærra). Þar geta krakk­ar fengið að hlaupa um nán­ast frjáls­ir og ým­iss kon­ar veit­ingastaðir og „street food“ í boði. Það er því frá­bær lausn fyr­ir fjöl­skyldu­fólk sem er að kíkja til Kö­ben.

En kaffi­hús?

„Kaf­febik­sen í Frederiks­berg hjá gamla stúd­íó­inu mínu sem ég fór dag­lega á. Það voru aldrei von­brigði að kíkja þangað, vina­legt and­rúms­loft, gott kaffi og eitt­hvað fyr­ir alla. Ann­ars er það að sjálf­sögðu á Ill­um rooftop í miðbæn­um þar sem hægt er að setj­ast ut­an­dyra og njóta út­sýn­is­ins yfir fal­legu bygg­ing­arn­ar.“

Hvað er ómiss­andi að sjá?

Mér þykir litla haf­meyj­an og álíka ferðamanna­stopp vera orðin ágæt­lega óspenn­andi, svo ég myndi mæla með því að skoða arki­tekt­úr­inn í Nor­d­havn, Googla pop-up viðburði í Fæl­ledp­ar­ken, fiðrilda­húsið í Bot­anical Gardens eða reyna að finna meiri nátt­úru­afþrey­ing­ar, t.d. leita að „The six forgotten gi­ants“. Það er auðvitað alltaf gam­an að skoða helstu „attracti­on-in“ en ég fæ per­sónu­lega mest úr upp­lif­un­um sem skilja eft­ir minn­ing­ar og þá sér­stak­lega ef þær séu ut­an­dyra.

Inn í kastalanum í Hillerød.
Inn í kast­al­an­um í Hillerød. Ljós­mynd/​aðsend

Ann­ars hika ég ekki við að mæla með að kíkja í útjaðar Kaup­manna­hafn­ar, þá lista­safnið Louisi­ana, Bakk­en í Klam­pen­borg (einn elsti skemmtig­arður í heim­in­um ef ekki sá allra elsti), kast­al­ann í Hillerød og skoða stór­kost­legu setr­in við norður­sjáv­ar­lengj­una á leið til Hels­ingør. Þegar þangað er komið er hægt að skoða kast­ala og kíkja yfir til Svíþjóðar, eða njóta þess að rölta um þorpið sem er gam­alt og fal­legt. Alla þessa áfangastaði er hægt að kom­ast á á inn­ann við 30 til 40 mín­út­um frá Kaup­manna­höfn, svo það er til­valið að kíkja í stutta dags­ferð.“

Sigrún mælir með ströndinni í Klampenborg við Bakken.
Sigrún mæl­ir með strönd­inni í Klam­pen­borg við Bakk­en. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað finnst þér skemmti­legt að gera á vet­urna í Kaup­manna­höfn?

Við fjöl­skyld­an erum mjög mikið fyr­ir það að taka röltið um miðbæ­inn eða önn­ur hverfi þar sem eru jóla pop-up markaðir, tón­leik­ar og þess hátt­ar og drekka í okk­ur „hyg­ge“ stemn­ing­una. Við ákváðum einnig að kaupa árskort í Tivoli, svo við höf­um náð að fylgj­ast mikið með því sem er árstíðabundið eins og hrekkja­vök­unni, Jul i Tivoli og svo fram­veg­is. Svo erum við alltaf spennt fyr­ir því að skreyta og byrja að gera huggu­legt fyr­ir jól­in, í raun nýta dimm­una sem mest til að gera kósí heima með kert­um, serí­um og tónlist.“

Hvernig er drauma­dag­ur­inn þinn í Kaup­manna­höfn?

„Vakna snemma og eiga hæg­an morg­un, taka góðan göngu­túr með fjöl­skyld­unni í skóg­in­um við hús­næðið okk­ar eða skella okk­ur á barnaviðburði (sem er allt mor­andi af í Kaup­manna­höfn) búa til góðan bröns og í raun ein­blína á að gera sem mesta gæðastund fyr­ir okk­ur þrjú fram að há­degi. Seinni part dags finnst okk­ur svo gam­an að kíkja á menn­ing­ar­legri viðburði eða söfn, tón­leika, skap­andi „works­hops“ og þess hátt­ar. Þá erum við gjarn­an með bróður og mág­konu minni eða fjöl­skyldu­vin­um. Svo er alltaf lúx­us þegar við fáum pöss­un og get­um kíkt á deit þegar dótt­ir­in er far­in í hátt­inn, sem ger­ist þó ör­sjald­an. En þá höf­um við yf­ir­leitt reynt að gera eins mik­inn viðburð og hægt er úr því, allt frá því að kíkja á tón­leika í Tivoli upp í að fara í Arca­de-leikja­sal­inn í Nør­re­bro og trampólíng­arðinn í Nor­d­havn. Svo hefði ég auðvitað reynt að troða ein­um jóga­tíma inn á ein­hverj­um tíma­punkti yfir dag­inn, en ég æfi hjá Jo:ga sem býður upp á mjög fjöl­breytta og áhuga­verða tíma.“

Mæðgurnar í miðbæ Kaupmannahafnar. Sigrún mælir þó með að fara …
Mæðgurn­ar í miðbæ Kaup­manna­hafn­ar. Sigrún mæl­ir þó með að fara út fyr­ir Strikið. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvaða mis­tök held­ur þú að flest­ir Íslend­ing­ar geri þegar þeir koma til Kaup­manna­hafn­ar?

„Missi af því sem er til staðar fyr­ir utan Kaup­manna­höfn ef þau eru ekki að heim­sækja borg­ina í fyrsta skiptið. Það eru ótal gull­fal­leg­ir og menn­ing­ar­rík­ir staðir með mikla sögu og magnaðar bygg­ing­ar í ör­stuttu færi fyr­ir utan. Þegar við fáum gesti reyni ég alltaf svo­lítið að ýta þeim með okk­ur þangað, en það er kannski eitt­hvað sem er svo­lítið inn­byggt í mér þar sem ég ólst upp á lands­byggðinni á Íslandi og fæ því alltaf mjög mikið út úr því að kom­ast í meiri ró og nátt­úru út fyr­ir æs­ing­inn í stór­borg­inni.“

mbl.is