Hermenn berjast við gróðurelda í Ástralíu

Kengúrur reyna sitt besta til að flýja eldinn. Um hálfur …
Kengúrur reyna sitt besta til að flýja eldinn. Um hálfur milljarður dýra hefur týnt lífi vegna gróðureldanna. AFP

3.000 varaliðsmenn ástr­alska hers­ins voru kallaðir til starfa í dag. Verk­efni þeirra var að berj­ast við gróðurelda sem hafa staðið í Ástr­al­íu um nokk­urt skeið og verða sí­fellt ágeng­ari. 

Ský urðu svört og ösku rigndi þegar eld­arn­ir geisuðu um suðaust­ur­hluta Ástr­al­íu í dag. Eld­arn­ir ógnuðu afl­gjöf­um stór­borga og hita­met voru sleg­in. Afl­mikl­ir vind­ar börðu á tveim­ur fjöl­menn­ustu strandsvæðum Nýja Suður-Wales-fylk­is og Vikt­oríu­fylk­is sem eru þau fylki sem hafa nú þegar farið hvað verst út úr eld­un­um. 

Síðan í lok sept­em­ber hafa 23 látið lífið í eld­un­um, 1.500 heim­ili hafa eyðilagst eða skemmst og svæði sem nem­ur tvisvar sinn­um stærð Belg­íu hef­ur orðið eld­un­um að bráð. 

Aug­lýs­ing frá Morri­son vek­ur litla kátínu

Fyrr í dag birti Scott Mori­son, for­sæt­is­ráðherra Ástr­al­íu, mynd­band á Twitter-síðu sinni þar sem hann fór yfir aðgerðir sem rík­is­stjórn­in ætlaði að ráðast í vegna eld­anna. Morri­son hef­ur verið mikið gagn­rýnd­ur fyr­ir aðgerðal­eysi sitt vegna eld­anna og tóku Ástr­al­ar mynd­skeiði Morri­son illa. 

Í at­huga­semd­um við færsl­una er Morri­son kallaður siðblind­ingi, spurt hversu mikið mynd­skeiðið hafi kostað og hvort ekki hefði verið betra að nota pen­ing­ana í að slökkva gróðureld­ana. 

Himinninn varð rauður á sumum stöðum í Ástralíu í dag.
Him­inn­inn varð rauður á sum­um stöðum í Ástr­al­íu í dag. AFP

Gætu steypst sam­an og skapað enn sterk­ari elda

Yf­ir­völd ótt­ast að eld­arn­ir muni ná nýj­um hæðum í nótt þar sem hita­stig er hátt og vind­hviður sterk­ar. Yf­ir­völd hafa gefið út að eld­arn­ir sem enn lifa gætu steypst sam­an og skapað „ófreskju­elda“ (e. mon­ster in­fernos) í Vikt­oríu­fylki og Nýju Suður-Wales. Ástr­alska frétt­asíðan News grein­ir frá þessu. 

Slökkviliðsmenn í Ástr­al­íu ótt­ast að eld­arn­ir muni dreifa enn frek­ar úr sér og ná til svæða sem hafa ekki orðið þeim að bráð nú þegar. 

mbl.is