Gríðarlegur krapi er á Reykjanesbrautinni að sögn viðmælanda mbl.is sem er á leiðinni til Reykjavíkur. Segir hann umferðina í flestum tilfellum silast áfram á í kringum 30-40 km/klst. en ýmsir freisti þess hins vegar að aka hraðar þrátt fyrir aðstæður.
Viðmælandinn segir að bifreið hafa verið að skafa Reykjanesbrautina en síðan beygt út af henni og farið niður í Voga á Vatnsleysuströnd. Segist hann ekki skilja hvers vegna ekki var haldið áfram að skafa brautina enda hafi bifreiðar lent í vandræðum á þeim kafla sem ekki hafi verið skafinn. Hann segir hvasst en skyggnið sé ekki lélegt.
Það sem fyrst og fremst vanti sé að Reykjanesbrautin sé skafin almennilega.