Reykjanesbraut og Holtavörðuheiði lokað

Reykjanesbrautinni hefur verið lokað vegna veðurs og færðar og sama er að segja um Holtavörðuheiðina og Bröttubrekku.

Öllum leiðum frá höfuðborgarsvæðinu hefur þar með í raun verið lokað en áður hafði Hellisheiði verið lokað Þrengslunum, Kjalarnesi og Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

Vegna lokunar vegarins um Kjalarnes var Hvalfjarðargöngunum einnig lokað. Þá hefur veginum um Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdán á Vestfjörðum verið lokað.

mbl.is