Veðrið setti áætlun Strætó úr skorðum

mbl.is/Hari

Áætlun Strætó raskaðist fyrr í dag vegna óveðurs sem geisar á landsvísu í dag. Allar ferðir voru felldar niður til og frá Reykjavík til Suðurnesja um tíma en nú er akstur hafinn að nýju. Sömuleiðis féllu ferðir á Vestur- og Norðurlandi niður í dag. 

Kjalarnesið var ófært vegna vindhættu og Reykjanesbrautin var lokuð um tíma en það útskýrir röskun á ferðum Strætó á þeim svæðum. 

Enn er óráðið hvort Strætó muni geta keyrt yfir Hellisheiðina í dag.

Allt hefur gengið nokkurn veginn eftir áætlun á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt Guðmundi Heiðari Helgasyni, upplýsingafulltrúa Strætó.

„Það er búið að ganga fínt á höfuðborgarsvæðinu. Það þarf oft meira til svo höfuðborgarsvæðið fari úr skorðum hjá okkur.“

Hægt er að fylgjast með ferðum Strætó og breytingum á dagskrá í Stætó-appinu, á vefsíðu Strætó og á Twitter síðu Strætó.

mbl.is