Ástralar vilja grínista sem forsætisráðherra

Grínistinn Celeste Barber er ákaflega vinsæl á samfélagsmiðlum.
Grínistinn Celeste Barber er ákaflega vinsæl á samfélagsmiðlum. Ljósmynd/Instagram

Fjöldi Ástr­ala hef­ur nú látið í ljós þá skoðun sína að ástr­alski grín­ist­inn Celeste Barber ætti að verða næsti for­sæt­is­ráðherra lands­ins. Ástæðan er sú að Barber safnaði rúm­lega 25 millj­ón­um ástr­alskra dala vegna gróðureld­anna þarlend­is á aðeins þrem­ur dög­um. Ástr­alska frétt­asíðan News grein­ir frá þessu.

Söfn­un­ar­féð nem­ur rúm­um tveim­ur millj­örðum ís­lenskra króna. Barber setti af stað fjár­öfl­un síðasta föstu­dag og síðdeg­is hafði hún safnað gríðarlegu fé, bæði frá Áströlum og er­lend­um aðilum. 

Gróðureld­arn­ir sem hóf­ust á síðasta ári hafa færst enn frek­ar í auk­ana á síðustu vik­um og hafa um sex millj­ón­ir hekt­ara brunnið og tæp­lega tutt­ugu manns týnt lífi. Þá hef­ur hálf­ur millj­arður dýra drep­ist og fjöldi fólks misst heim­ili sín. 

Á sunnu­dags­kvöld deildi Barber mynd­bandi af tengda­móður sinni Joy Robin eft­ir að þeim var sagt að rýma svæðið. Það má sjá hér.

View this post on In­sta­gram

At the Eden Wharf af­ter being told to evacua­te. Proud of you mum.

A post shared by Hot­hus­band (@hot­hus­band_) on Jan 5, 2020 at 1:39am PST

Í mynd­band­inu seg­ir Robin yf­ir­völd­um í Ástr­al­íu til synd­anna og í kjöl­farið fékk söfn­un Barber enn meiri at­hygli og myllu­merkið #cele­steforPM, eða Celeste sem for­sæt­is­ráðherra, fór af stað á sam­fé­lags­miðlin­um Twitter. 

Ástr­alski leik­ar­inn Socrat­is Otto sagði til að mynda að hann myndi styðja fram­boð Barber og sömu­leiðis lét leik­kon­an Nicole da Silva þá skoðun sína í ljós.

Re­becca Lee benti á að Barber hefði nú þegar nán­ast safnað meiri pen­ing­um en rík­is­stjórn­in hefði lagt til í bar­átt­unni við gróðureld­ana, marg­ir tóku í sama streng og sögðu að Barber hefði í raun gert meira fyr­ir áströlsku þjóðina en nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Scott Morri­son. 

Aðrir segja Barber nú þegar vera for­sæt­is­ráðherra lands­ins, þótt það sé ekki op­in­bert.

mbl.is