Ástandið lítið skárra þrátt fyrir úrkomu

00:00
00:00

Rign­ing og lækk­andi hita­stig hef­ur held­ur bætt ástandið í Ástr­al­íu en yf­ir­völd segja að það fari að hlýna að nýju á fimmtu­dag. Úrhell­is­rign­ing var í hluta Nýja Suður-Wales í gær og eins rigndi allt frá Syd­ney til Mel­bour­ne. 

Yf­ir­völd segja að mik­il hætta sé á að stór­ir eld­ar sem geisa í Victoria og í Nýja Suður-Wales muni ná sam­an. „Það er ekk­ert rými fyr­ir and­vara­leysi,“ seg­ir Gla­dys Berejikli­an rík­is­stjóri og sagði í morg­un að dag­ur­inn í dag fari í að tryggja að þeir sem hafi þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín séu á ör­ugg­um stað. 

Þrátt fyr­ir úr­komu er meng­un­in hættu­lega mik­il áfram. Meðal ann­ars var Lista­safni Ástr­al­íu, The Nati­onal Gallery of Austr­alia, í höfuðborg­inni Can­berra lokað í dag til að draga úr al­manna­hættu vegna lé­legra loft­gæða. Eins er rík­is­háskól­inn í borg­inni, The Austr­ali­an Nati­onal Uni­versity, lokaður vegna meng­un­ar. 

Veður­stof­an var­ar við lé­legu skyggni í Mel­bour­ne og í stór­um hluta borg­ar­inn­ar og ná­grenni er skyggnið minna en 1 km. 

Frétt BBC

AFP
mbl.is