Búist er við því að þjóðvegur 1 á milli Hnappavalla og Hala í Suðursveit verði lokað vegna óveðurs síðdegis í dag og er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni á svæðinu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir að líklega verði lokað einhvern tíma á milli 15 og 20 en hugsanlega fyrr.
Síðdegis er spáð vestan- og norðvestanhvelli austan Öræfajökuls og í Suðursveit og búast má við miklum byljum af fjöllum og hviðum allt að 40 til 50 m/s.