Þjóðvegi 1 líklega lokað í Suðursveit

Síðdeg­is er spáð vest­an- og norðvest­an­hvelli aust­an Öræfa­jök­uls og í …
Síðdeg­is er spáð vest­an- og norðvest­an­hvelli aust­an Öræfa­jök­uls og í Suður­sveit og bú­ast má við mikl­um bylj­um af fjöll­um og hviðum allt að 40 til 50 m/​s. Kort/Veðurstofa Íslands

Búist er við því að þjóðvegur 1 á milli Hnappavalla og Hala í Suðursveit verði lokað vegna óveðurs síðdegis í dag og er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir að líklega verði lokað einhvern tíma á milli 15 og 20 en hugsanlega fyrr.

Síðdeg­is er spáð vest­an- og norðvest­an­hvelli aust­an Öræfa­jök­uls og í Suður­sveit og bú­ast má við mikl­um bylj­um af fjöll­um og hviðum allt að 40 til 50 m/​s.

mbl.is