Unnið að þróun snjallsímaforrits fyrir rafræna aflaskráningu

Nú verða stjórnendur skipa að skila inn rafrænni afladagbók.
Nú verða stjórnendur skipa að skila inn rafrænni afladagbók. mbl.is/Sigurður Bogi

Í drög­um að reglu­gerð um ra­f­ræna afla­skrán­ingu, sem kynnt hef­ur verið á sam­ráðsgátt stjórn­valda, seg­ir að all­ar skrán­ing­ar verði ra­f­ræn­ar, annaðhvort í ra­f­rænni afla­dag­bók eða með smá­for­riti.

Í kynn­ingu á verk­efn­inu seg­ir að verið sé að vinna að þróun snjallsíma­for­rits til afla­skrán­ing­ar. Stefnt sé að því að for­ritið verði til­búið í byrj­un árs 2020 og að öll skip, stór og smá, skrái afla með ra­f­ræn­um hætti frá og með 1. sept­em­ber 2020. Afla­dag­bók á papp­írs­formi muni því heyra sög­unni til.

Meðal helstu breyt­inga sem reglu­gerðardrög­in fela í sér er að upp­lýs­ing­ar í afla­dag­bók munu ekki leng­ur njóta leynd­ar. Rök­in fyr­ir því séu þau að nú sjá­ist á net­inu hvar skip eru við veiðar og því sé nú­ver­andi leynd orðin ástæðulaus, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: