Foreldrar sæki börn í skólann

mbl.is/​Hari

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 15:00 í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín yngri en tólf ára í lok skóla eða frístundastarfs í dag.

Ekki er þörf að sækja börn fyrir klukkan 15:00 heldur bara verið að hvetja til þess að börn undir 12 ára aldri gangi ekki ein heim eftir klukkan 15:00, segir í tilkynningu á Facebook-síðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. 

mbl.is