Fylgstu með lægðinni fara yfir

Vindur í öllum regnbogans litum.
Vindur í öllum regnbogans litum. Skjáskot/Windy.com

Djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag og hafa gular viðvaranir verið gefnar út á landsvísu vegna lægðarinnar. Samkvæmt spám mun hvöss norðanátt og snjókoma fylgja lægðinni. 

Nánast öllu millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll síðdegis hefur verið aflýst, víða um land er færð slæm, Víkurskarð er ófært og verður það til morguns, áætlun Strætó raskast og Landsnet virkjaði í gær viðbragðsáætlun vegna lægðarinnar í dag.

Hér má fylgj­ast með lægðinni fara yfir:



mbl.is