Varir við loðnu fyrir austan

Gullver landaði 95 tonnum í gær, mest þorski.
Gullver landaði 95 tonnum í gær, mest þorski. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Afli í fyrstu veiðiferð ís­fisk­tog­ar­ans Gull­vers NS nam 95 tonn­um, nán­ast ein­göngu þorsk­ur. Gull­ver kom til­hafn­ar á Seyðis­firði í gær­kvöldi og hafði verið að veiðum frá 2. janú­ar. Þá hafi leiðinda­veður ein­kennt túr­inn og vegna veður­horfa er ekki gert ráð fyr­ir að Gull­ver haldi til veiða á ný fyrr en annað kvöld, að því er fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Þá seg­ir að áhöfn­in hafi orðið var við loðnum í fiskn­um sem veidd­ist.

„Vinnsla í frysti­hús­inu á Seyðis­firði hófst í gær að afloknu jóla- og ára­mótafríi. Til að byrja með var unn­inn ufsi en síðan verður unn­inn þorsk­ur úr Gull­ver. Á ár­inu 2019 voru unn­in 2.800 tonn af fiski í frysti­hús­inu á Seyðis­firði og er það svipað magn og unnið hef­ur verið þar síðustu árin,“ seg­ir á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

mbl.is