Flýta brottförum vegna veðurspár

Nokkrar þotur Icelandair munu hefja sig til flugs um miðnættið.
Nokkrar þotur Icelandair munu hefja sig til flugs um miðnættið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegna áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur ákvörðun verið tekin hjá Icelandair um að flýta níu brottförum frá Keflavík sem áætlaðar voru í fyrramálið, fimmtudaginn 9. janúar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Þar segir að nokkrum flugferðum verði flýtt til miðnættis í kvöld og innritun í þær opnuð klukkan 21:00. Brottfarir verða rétt eftir miðnætti:

FI532 Keflavík - München 00:20

FI500 Keflavík - Amsterdam 00:30

FI568 Keflavík - Zürich 01:20

FI520 Keflavík - Frankfurt 00:05

FI554 Keflavík - Brussel 00:05

FI306 Keflavík - Stokkhólmur 00:10

FI204 Keflavík - Kaupmannahöfn 00:10

FI206 Keflavík - Kaupmannahöfn 00:20

FI342 Keflavík - Helsinki 00:10.

Þessar breytingar hafa áhrif á tæplega 1.700 farþega.

Auk þess er talið líklegt að brottfarartímar flugferða sem áætlaðar eru til Evrópu í fyrramálið muni breytast: 

FI318 Keflavík - Osló

FI440 Keflavík - Manchester

FI416 Keflavík - Dublin

FI450 Keflavík – London Heathrow

FI542 Keflavík - París

FI430 Keflavík – Glasgow

FI470 Keflavík – London Gatwick

Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með flugupplýsingum á vefsíðu Icelandair sem verða uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir. Þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að Icelandair geti komið skilaboðum til þeirra hratt og örugglega.

mbl.is