Vegna áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur ákvörðun verið tekin hjá Icelandair um að flýta níu brottförum frá Keflavík sem áætlaðar voru í fyrramálið, fimmtudaginn 9. janúar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.
Þar segir að nokkrum flugferðum verði flýtt til miðnættis í kvöld og innritun í þær opnuð klukkan 21:00. Brottfarir verða rétt eftir miðnætti:
FI532 Keflavík - München 00:20
FI500 Keflavík - Amsterdam 00:30
FI568 Keflavík - Zürich 01:20
FI520 Keflavík - Frankfurt 00:05
FI554 Keflavík - Brussel 00:05
FI306 Keflavík - Stokkhólmur 00:10
FI204 Keflavík - Kaupmannahöfn 00:10
FI206 Keflavík - Kaupmannahöfn 00:20
FI342 Keflavík - Helsinki 00:10.
Þessar breytingar hafa áhrif á tæplega 1.700 farþega.
Auk þess er talið líklegt að brottfarartímar flugferða sem áætlaðar eru til Evrópu í fyrramálið muni breytast:
FI318 Keflavík - Osló
FI440 Keflavík - Manchester
FI416 Keflavík - Dublin
FI450 Keflavík – London Heathrow
FI542 Keflavík - París
FI430 Keflavík – Glasgow
FI470 Keflavík – London Gatwick
Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með flugupplýsingum á vefsíðu Icelandair sem verða uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir. Þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að Icelandair geti komið skilaboðum til þeirra hratt og örugglega.