Fylgist með lægðinni fara yfir

Lægðin hefur valdið því að flug hefur legið niðri, ófært …
Lægðin hefur valdið því að flug hefur legið niðri, ófært er víða um land og þá hefur orðið rafmagnslaust á nokkrum stöðum. Skjáskot/Windy.com

Viðbúnaðarstig vegna óveðurs var hækkað fyrr í dag fyrir Breiðafjörð, Strandir og Norðurland, en annars staðar á landinu er gul viðvörun. Lægðin sem gengur yfir landið hefur meðal annars leitt til þess að allt flug, bæði innanlands og millilandaflug, lá niðri í morgun. Þá er ófært víða um land og rafmagnslaust hefur orðið á nokkrum stöðum.

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það muni lægja talsvert síðdegis og í kvöld, fyrst sunnanlands, en það muni þó ekki standa lengi, því í nótt sé aftur spáð vaxandi suðvestanátt, hvassviðri eða stormi með éljagangi á morgun. Hægari vindi og björtu veðri er spáð á Austurlandi.

Hægt er að fylgjast með lægðinni ganga yfir á meðfylgjandi vindakorti frá windy.com.



mbl.is