Kennsla fellur niður og ökumenn í vandræðum

Ekkert ferðaveður er við Akureyri.
Ekkert ferðaveður er við Akureyri. Kort/Vegagerðin

Skólahald fellur niður í Þelamerkurskóla í Eyjafirði og Húnavallaskóla í Húnavatnshreppi vegna veðurs. Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi en veðurviðvaranir eru í gildi fyrir nánast allt landið.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er veður stillt í bænum þessa stundina en nokkrir ökumenn lentu í morgun í vandræðum fyrir norðan bæinn.

Fram kemur á vefsíðu Vegagerðarinnar að fólk skuli fara þar með gát en bílar hafa verið yfirgefnir á veginum.

Veður fer versnandi á norðurhluta landsins en búist er við því að þar nái það hámarki um hádegið. Fólk er því hvatt til að halda kyrru fyrir og vera ekkert að þvælast að óþörfu.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is