Óveður og snjóflóðahætta

mbl.is/Hari

Vegirnir um Mosfellsheiði, Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið og Lyngdalsheiði eru lokaðir vegna veðurs en Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru lokaðir vegna snjóflóðahættu.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var veginum um Almenninga á Siglufjarðarvegi lokað í nótt vegna snjóflóðahættu en staðan verður metin að nýju með morgninum. Það sama á við um Ólafsfjarðarmúla en þar verður staðan einnig metin með morgninum.

mbl.is