Prjónuðu poka fyrir áströlsk pokadýr

Pétur Oddbergur Heimisson og Erin Jade Turner skipuleggjendur á Kex …
Pétur Oddbergur Heimisson og Erin Jade Turner skipuleggjendur á Kex hosteli í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pét­ur Odd­berg­ur Heim­is­son og Erin Jade Turner stóðu fyr­ir uppá­komu á Kex hosteli í kvöld þar sem brugðist var við ákalli ástr­alskra dýra­vernd­un­ar­sam­taka með því að prjóna poka fyr­ir poka­dýr í Ástr­al­íu sem hafa farið illa út úr gróðureld­un­um.

Sér­stak­lega er átt við þau dýr sem eru móður­laus.

Prjón­arn­ir voru því tekn­ir upp í kvöld og prjónað af krafti fyr­ir poka­dýr­in, sem þurfa að jafna sig eft­ir átök­in við gróðureld­ana.

Eins og sjá má var prjónað af krafti fyrir pokadýrin.
Eins og sjá má var prjónað af krafti fyr­ir poka­dýr­in. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Um hálf­ur millj­arður dýra hef­ur týnt líf­inu í skóg­ar­eld­um sem nú geisa í Ástr­al­íu. Stór hluti þess­ara dýra eru poka­dýr og eru mörg dæmi um að poka­dýr hafi drep­ist frá ung­um af­kvæm­um sín­um.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is