Nokkrar truflanir hafa orðið í dreifikerfi Rarik vegna óveðurs sem gengur nú yfir landið. Á Vesturlandi hafa verið nokkrar truflanir í Borgarfirði og stuttar truflanir urðu í Búðardal og nágrenni. Enn er unnið að því að koma rafmagni á nokkra bæi á Norðurárdalslínu.
Þetta kemur fram á vef Rarik.
Á Suðausturlandi var truflun í Suðursveit og Öræfum. Allir eru komnir með rafmagn á ný.
Á Norðurlandi var truflun í Hörgársveit. Allir nema þrír sumarbústaðir eru komnir með rafmagn og verður varaafl keyrt fyrir þá.