Smá hlé á milli lægða

Veðrið klukkan 6.
Veðrið klukkan 6. Kort/Veðurstofa Íslands

Mjög hvasst, vestan 18-25 metrar á sekúndu og él, er víða og gular viðvaranir í gildi um allt land. Það lægir talsvert síðdegis og í kvöld en það stendur ekki lengi því í nótt er spáð vaxandi suðvestanátt, hvassviðri eða stormi með éljagangi á morgun.

„Vestan 18-25 m/s og víða él í dag. Það lægir talsvert síðdegis og í kvöld, fyrst sunnanlands. Það stendur þó ekki lengi, því í nótt er spáð vaxandi suðvestanátt, hvassviðri eða stormi með éljagangi á morgun, en hægari vindi og björtu veðri á Austurlandi. Frost 0 til 7 stig.

Snýst í hvassa austanátt á föstudag með slyddu eða snjókomu, en rigningu um landið sunnan- og austanvert síðdegis,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Svona lítur þetta út aðra nótt.
Svona lítur þetta út aðra nótt. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurspá fyrir næstu daga

Á fimmtudag:

Suðvestan 15-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig.

Á föstudag:
Gengur í hvassa austanátt með snjókomu, fyrst S-lands. Rigning eða slydda á S- og A-verðu landinu síðdegis og hiti 1 til 6 stig þar.

Á laugardag:
Vestlæg átt og él, en snjókoma á Vestfjörðum og við N-ströndina. Kólnandi veður.

Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt og kalt í veðri. Snjókoma eða él N-til, en úrkomulítið sunnan heiða.

Á mánudag:
Austlæg átt og él, en þurrt V-lands. Frost 0 til 8 stig.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, einkum N-lands.

Gular viðvaranir hafa verið í gildi síðan í gær og gilda þær víðast hvar í nokkrar klukkustundir til viðbótar. Á höfuðborgarsvæðinu til klukkan 12, Suðurlandi til klukkan 10, Faxaflóa til klukkan 13, Breiðafirði til klukkan 14, Vestfjörðum til klukkan 18, Strandir og Norðurlandi vestra til klukkan 14, Norðurlandi eystra til klukkan 16, Austurlandi að Glettingi til klukkan 10 og á Austfjörðum til klukkan 9. Á Suðurausturlandi gildir gul viðvörun til klukkan 13 og á miðhálendinu til klukkan 15.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is