Vindur í hámarki frá hádegi austanlands

Vindaspá á hádegi í dag.
Vindaspá á hádegi í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Vindur verður í hámarki norðaustan- og austanlands frá hádegi í dag og fram undir kvöld norðaustan- og austanlands. Hviður verða allt að 40 m/s við vestanverðan Eyjafjörð til Dalvíkur, í Ljósavatnsskarði og eins á Héraði og staðbundið á Austfjörðum.

Mjög varasamt er þar sem hált er eða snjóþekja á flestum vegum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar.

Appelsínugul viðvörun er í gildi við Breiðafjörð, Strand­ir og Norður­land vestra og eystra, en annars staðar á landinu er gul viðvörun. 

mbl.is