Hremmingarnar sem 39 erlendir ferðamenn lentu í við rætur Langjökuls á þriðjudaginn eru teknar að rata í heimspressuna.
Í myndskeiði á fréttavef BBC er greint frá því sem gerðist og sýnd viðtöl sem RÚV tók við björgunarsveitarmann og ferðamenn.
Tveir breskir ferðamenn hafa einmitt tjáð sig um ferðina við mbl.is í tveimur nýlegum fréttum.
Athygli vekur að myndskeið BBC er það vinsælasta það sem af er degi á fréttavefnum.