Hefðbundin móttaka í Ánanaustum

„Staðan er orðin betri. Í hádeginu var búið að losa …
„Staðan er orðin betri. Í hádeginu var búið að losa stíflur og ryðja burtu sandi og grjóti og tjasla saman girðingunni.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Móttaka sorps á endurvinnslustöðinni í Ánanaustum hefur verið með hefðbundnu sniði í dag þrátt fyrir að mikill sjór hafi flætt inn á stöðina í morgun. Búið var að losa stíflur, fjarlægja sand, grjót og þara og laga girðingu í hádeginu.

Þetta segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu, í samtali við mbl.is. „Staðan er orðin betri. Í hádeginu var búið að losa stíflur og ryðja burtu sandi og grjóti og tjasla saman girðingunni.“

„Við krossum fingur og vonum að hún verði suðlægari áttin sem er að ganga yfir núna,“ segir Guðmundur, en undanfarið hefur verið suðvestan- og vestanátt og gerði há sjávarstaða í morgun það að verkum að sjór gekk inn á stöðina.

mbl.is