Þjóðvegur eitt um Holtavörðu- og Öxnadalsheiði hefur verið opnaður samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar, sem varar við snjóþekju og skafrenningi.
Öxnadalsheiði hafði verið lokuð síðan snemma í gær, en greint hafði verið frá því að einkaaðili hefði fengið leyfi til þess að ryðja veginn með snjóblásara til að komast í flug. Í samtali við mbl.is sagði Sigurður Jónsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, að mokstur gærdagsins hefði nýst Vegagerðinni vel.
Vegirnir um Bröttubrekku, Laxárdalsheiði og Vatnaleið hafa einnig verið opnaðir, en enn er lokað um Vatnsskarð og Þverárfjall og er því enn ófært á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Stefnt er að því að opna leiðina í fyrramálið.
Athugið: Stefnt er að því að opna frá Akureyri og suður á föstudagsmorgun, sama staða um Djúpveg frá Ísafirði. Á þessum leiðum hefst mokstur í nótt og mun opnun ráðast af umfangi moksturs. Skv. veðurspá nú ættu akstursskilyrði að vera ágæt frameftir degi á föstudag. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 9, 2020