Snjóflóð og „skítaveður“ á Vestfjörðum

Hér má sjá snjóflóð sem féll í Súðavíkurhlíð í morgun. …
Hér má sjá snjóflóð sem féll í Súðavíkurhlíð í morgun. Glöggir sjá að eina stiku vantar, sem er á kafi í snjó. Ljósmynd/Vegagerðin

Snjóflóð féll í Súðavíkurhlíð, í Súgandafirði og tvö flóð féllu á Siglufjarðarvegi í nótt eða morgun. Áfram er snjóflóðahætta og er vegunum á áðurnefndum stöðum lokað af þeim sökum.

Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir enga snjóflóðahættu í byggð. Hins vegar sé „skítaveður“ á fjallvegum, sérstaklega á Vestfjörðum, þar sem hætta er á snjóflóðum.

Spár gera ráð fyrir því að veður skáni á Vestfjörðum í kvöld og verði ágætt fyrri hluta dags á morgun en síðdegis kemur næsti hvellur með norðaustanstórhríð.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is