„Það er stöðug ótíð í kortunum“

Á Akureyri. Eftir leiðinlega tíð fá skipverjar á Verði smáhvíld …
Á Akureyri. Eftir leiðinlega tíð fá skipverjar á Verði smáhvíld frá veltingnum meðan búnaður verður lagfærður. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Ætli við tökum ekki þann tíma sem við þurfum í lagfæringar áður en við förum út aftur um eða eftir helgi, það er stöðug ótíð í kortunum,“ segir Þorgeir Guðmundsson, skipstjóri á Verði ÞH 44, í Morgunblaðinu í dag.

Skipið lá þá inni á Akureyri og var unnið við lagfæringar á búnaði á millidekki. Vegna brælu leituðu mörg skip vars í gær í Ísafjarðardjúpi og á Húnaflóa.

Vörður er nýtt skip og kom úr sínum fyrsta raunverulega fiskitúr á þriðjudag með um 40 tonn eftir 2½ sólarhring að veiðum í Hvalbakshallinu og Digranesflaki fyrir austan Langanes. Þorskur, sem fór til vinnslu á Grenivík, var uppistaðan í aflanum, en eitthvað fór á markað.

Þorgeir segir að menn þurfi tíma til að læra á nýja skipið, en skítabræla hafi verið við Langanes. Á millidekki er fullkominn búnaður sem bæði stærðarflokkar og tegundagreinir fiskinn og segir Þorgeir að verið sé að yfirfara það sem betur mátti fara í fyrsta túrnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: