Hellisheiði væntanlega lokað

Búast má við Hellisheiði verði lokað upp úr klukkan 11.
Búast má við Hellisheiði verði lokað upp úr klukkan 11. mbl.is/Hari

Fyrirhugað er að manna lokunarpósta beggja vegna við Hellisheiði um klukkan 11. Gera má ráð fyrir að veginum verði lokað skömmu síðar, en það veltur á veðri og færð, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Óvíst er hversu lengi sú lokun muni standa yfir. Vegagerðin ætlar að reyna eftir fremsta megni að halda Þrengslavegi opnum en það veltur á veðrinu hvernig það muni ganga.

Ein­ar Svein­björns­son, veður­fræðing­ur Vega­gerðar­inn­ar, seg­ir að mjög djúp lægð komi hratt upp að Reykja­nesi. Veður og færð geta spillst mjög snögg­lega nærri há­degi. Sunn­an- og suðvest­an­lands geng­ur í SA 18-25 m/​s, slydda í byggð en hríð og kóf á Hell­is­heiði og víðar. Hann seg­ir að óveðrið standi stutt á þess­um slóðum en bresti á í öðrum lands­hlut­um eft­ir miðjan dag.

Á Suður­landi tek­ur app­el­sínu­gul viðvör­un gildi á há­degi og gild­ir til klukk­an 15. „Aust­an­hríð með vind­hraða á bil­inu 18 til 25 m/​s. Einnig er spáð tals­verðri eða mik­illi snjó­komu með lé­legu skyggni og versn­andi akst­urs­skil­yrðum. Bú­ast má við sam­göngu­trufl­un­um og lok­un­um á veg­um. Fólki bent á að sýna var­kárni og fylgj­ast með veður­spám. Ekk­ert ferðaveður er á meðan viðvör­un­in er í gildi.“

Frá klukk­an 15 til klukk­an 20 verður gul viðvör­un í gildi á Suður­landi. „Suðaust­an- og sunn­an­hvassviðri eða -storm­ur, 15 til 23 m/​s, hvass­ast við strönd­ina. Vara­samt fyr­ir öku­tæki sem taka á sig mik­inn vind. Af­markaðar sam­göngu­trufl­an­ir lík­leg­ar og lok­an­ir á veg­um. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá laus­um mun­um til að forðast tjón.“

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður væntanlega lýst yfir óvissustigi á Mosfellsheiði auk Hellisheiðar vegna veðurs frá klukkan 11. Varað er við miklum hviðum undir Kjalarnesi frá kl: 13:00 og fram undir kvöld. Búið er að opna Ísafjarðardjúp þar er snjóþekja og unnið að mokstri. Ófært er á Klettshálsi en mikill snjór er á Klettshálsi og því tekur mokstur langan tíma. Búið er að opna Súðavíkurhlíð. Búið er að opna veginn um Þverárfjall en það er ennþá er unnið við mokstur.

mbl.is