Lokað vegna snjóflóðahættu

Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu.
Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Flateyrarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu. Einnig er lokað á milli Patreksfjarðar og Bíldudals, sem og á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 

Allir fjallvegir á Suður- og Suðvesturlandi, sem lokað var í dag, eru nú opnir. Þá hefur Öxnadalsheiði fyrir norðan verið opnuð.

Á Norðausturlandi hafa Mývatns- og Möðrudalsöræfi verið opnuð.

mbl.is