Búið að opna Holtavörðuheiði

Kort/Veðurstofa Íslands

Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði og er þar hálka og skafrenningur. Víðast hvar á Vesturlandi er hálka og hálkublettir og hvassviðri, en flughált er á Laxárdalsheiði og Innstrandavegi. Fróðárheiði er lokuð.

Síðdegis lægir talsvert á landinu en á morgun er búist við hríð á Vestfjörðum og Norðurlandi. Gefnar hafa verið út gular viðvaranir fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Norðausturland á morgun.

Vetrarfærð og hálka er á Vestfjörðum. Ófært er um Gemlufallsheiði, en mokstur stendur yfir. Búið er að opna Þröskulda og þar er nú skráð þungfært og skafrenningur. Unnið er að mokstri. Lokað er á Flateyrarvegi vegna snjóflóðahættu. Taka á stöðuna aftur kl 15:00. Búið er að opna Steingrímsfjarðarheiði. Þar er flughálka en verið er að hálkuverja. Á Norður- og Norðausturlandi er víðast hálka og eins á Austurlandi en autt sunnan Breiðdalsvíkur, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is