Byrjað að hleypa fólki frá borði

Farþegar hafa þurft að bíða klukkustundum saman í flugvélunum vegna …
Farþegar hafa þurft að bíða klukkustundum saman í flugvélunum vegna óveðurs.

Byrjað er að hleypa fólki frá borði í þeim tíu flugvélum sem staðið hafa á flugstæðum við Keflavíkurvöll í kvöld, en ekki var hægt að ná fólki út vegna veðurs.  Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, við mbl.is. 

Áður en hægt var að byrja að hleypa fólki frá borði þurfti að ryðja leið að land­göng­um fyr­ir vél­arn­ar sem og braut­ir og stæði. Hafa farþegar beðið í vélunum frá því snemma í kvöld.

mbl.is