„Ekki hvað þú segir heldur hvernig“

Hugleikur Dagsson listamaður var spurður að því hvaða námskeið hefðu breytt lífi hans. Hann segir að námskeiðin hafi verið tvö. 

„Þau eru nátengd. Þetta hefur verið upp úr miðbiki tíunda áratugar síðustu aldar. Þorri Hringsson kenndi bæði námskeiðin. Fyrst var það slides-myndafyrirlestur sem náði yfir nokkur kvöld á Kjarvalsstöðum. Námskeiðið var um sögu og eðli myndasagna. Það leiddi til þess að síðar meir fór ég á verklegt myndasögunámskeið í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Þorri kenndi okkur allar mikilvægustu klisjurnar og hvernig ætti að sveigja þær og brjóta. Leiðbeiningar hans í frásagnartækni bergmála enn í hausnum á mér. Hjá honum lærði ég að það er ekki hvað þú segir, heldur hvernig,“ segir Hugleikur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: