Farþegar sitja fastir fyrir utan Leifsstöð

Landgangar hafa verið teknir úr notkun og því verður ekki …
Landgangar hafa verið teknir úr notkun og því verður ekki hægt að hleypa farþegum frá borði vélar Icelandair fyrr en veðurgluggi opnast.

Farþegar um borð í flugi Icelandair frá Kaupmannahöfn sitja nú fastir um borð í vélinni á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia voru landgangar teknir úr notkun vegna veðurs. 

Farþegi um borð í vélinni segir að farþegum vélarinnar hafi verið tilkynnt að líklegast yrði ekki hægt að koma farþegum frá borði fyrr en eftir klukkan 20. Mikill vindur er við flugstöðina og ofankoma. 

Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ómögulegt að segja til um hvenær farþegarnir komist frá borði, en það verði vonandi sem allra fyrst. 

„Það er hætt að afgreiða vélarnar í augnablikinu vegna veðurs. Það er ein vél sem lenti frá okkur frá Kaupmannahöfn þannig að farþegarnir þurfa að bíða þangað til hægt verður að koma þeim frá borði þegar veður lægir,“ segir Ásdís. 

„Það er alltaf ómögulegt að segja með veðrið en auðvitað reynum við að koma öllum frá borði sem allra fyrst. Við þurfum bara að sjá hvenær það myndast gluggi. Það er ómögulegt að segja klukkan hvað, það verður að koma í ljós en það verður vonandi sem fyrst.“

Sem stendur sitja farþegarnir fastir um borð í vélinni fyrir …
Sem stendur sitja farþegarnir fastir um borð í vélinni fyrir utan Leifsstöð.
mbl.is