Gott verð vegna brælu

Kristinn HU kemur til hafnar í Ólafsvík rétt eftir hádegi …
Kristinn HU kemur til hafnar í Ólafsvík rétt eftir hádegi í dag í leiðindaveðri, en aflinn hjá Kristni var 12 tonn. mbl.is/Alfons

Loks gerði stund milli stríða hjá sjó­mönn­um á Snæ­fellsnesi í gær­kvöldi þegar gerði ágætis­veður eft­ir kvöld­mat og drifu smá­báta­sjó­menn sig á hafið.

Veður­spá gerði ráð fyr­ir blíðu fram í morg­uns­árið og síðan vax­andi vindi þegar leið á morg­un­inn og því var um að gera að skella sér á sjó­inn meðan hægt var og voru bát­arn­ir komn­ir flest­ir að landi snemma morg­uns, og flest­ir með ágætisafla eins og Særif SH frá Rifi sem var með 10 tonn og neta­bát­ur­inn Magnús SH var með 13 tonn. Þess­ir bát­ar lönduðu á Rifi Í Ólafs­vík og var línu­bát­ur­inn Krist­inn HU með 12 tonn, neta­bát­ur­inn Ólaf­ur Bjarn­ar­son var með 5 tonn, drag­nóta­bát­ur­inn Gunn­ar Bjarn­ar­son var með 6 tonn í fáum köst­um. Net­bát­ur­inn Bárður SH var einnig með góðan afla eða 8 tonn.

Að sögn Andra Steins Bene­dikts­son­ar, fram­kvæmda­stjóra fisk­markaðar Snæ­fells­bæj­ar, var gott verð á fisk­in­um í dag, en alls voru seld 60 tonn af þorski og 50 tonn af ýsu á fisk­mörkuðum á Íslandi í dag og var meðal­verð á þorski 456 krón­ur en þorsk­ur sem er yfir 8 kíló fór á 680 krón­ur og meðal­verð á ýsu var 365 krón­ur á kílóið.

Það er búð að vera hátt fisk­verð að und­an­förnu seg­ir Andri og mik­il eft­ir­spurn þar sem stans­laus­ar bræl­ur hafa verið það sem er af þessu ári og bát­ar lítið kom­ist á sjó auk þess sem brælu­spá sé fram und­an seg­ir And­ir að lok­um.

mbl.is