Lögreglan: Verið fyrr á ferðinni en venjulega

Gott er að hafa í huga að vakna fyrr en …
Gott er að hafa í huga að vakna fyrr en venjulega á morgun þar sem umferðin gæti orðið þung. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ráðleggur íbúum svæðisins að vakna aðeins fyrr en venjulega á morgun og byrja daginn á að skoða veðurspá og færð.

Brýnir lögreglan fyrir fólki að þar sem færðin geti verið erfið og umferðin þung sé nauðsynlegt að fara varlega, skafa af öllum rúðum og vera með öll ljós kveikt.

Að endingu sendir lögreglan út heilræði sem alltaf eiga við, ekki síst á dögum þar sem búast má við þungri umferð: „Ekki skilja þolinmæðina og tillitsemina eftir heima.“

Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega eiga von á því að þurfa að …
Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega eiga von á því að þurfa að skafa af bílum sínum á morgun áður en haldið er til vinnu. mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is