Mótmæla afnámi fjarlægðarmarka

mbl.is/Helgi Bjarnason

Lands­sam­band veiðifé­laga mót­mæl­ir harðlega þeirri fyr­ir­ætl­an sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra að fella brott ákvæði gild­andi fisk­eld­is­reglu­gerðar um bann við sjókvía­eldi á friðun­ar­svæði við ósa laxveiðiáa. Þetta kem­ur fram í álykt­un sam­tak­anna.

„Ráðherra hef­ur haldið því fram að lög­fest­ing áhættumats erfðablönd­un­ar tryggi vernd laxa­stofna með sama hætti og reglu­gerðar­á­kvæðið hef­ur gert allt frá því það var sett árið 1988. Það er fyr­ir­slátt­ur. Það er aug­ljóst að með þess­ari breyt­ingu er ráðherra að tryggja að ekk­ert fái stöðvað áform um lax­eldi á gild­andi friðun­ar­svæði Langa­dals­ár og Hvanna­dals­ár í Ísa­fjarðar­djúpi. Þá opn­ar þessi breyt­ing á eldi í næsta ná­grenni við árn­ar i Eyjaf­irði, svo sem Fnjóská þar sem þessi fjar­lægðarmörk skipta miklu máli.

Hafa verður í huga að áhættumat erfðablönd­un­ar tek­ur að lög­um ein­vörðungu til mögu­legr­ar erfðameng­un­ar af völd­um lax­eld­is. Aðrir áhættuþætt­ir svo sem sjúk­dóma­hætta og laxal­ús eru ekki þætt­ir sem meta á í áhættumati erfðablönd­un­ar sam­kvæmt lög­um um fisk­eldi. Vert er að benda á að sam­komu­lag um fyr­ir­komu­lag áhættumats­ins var svikið með því að lög­festa að taka ætti til­lit til mót­vægisaðgerða fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­anna en ekki áhrifa af lús og sjúk­dóm­um. Varðandi þessa þætti skipt­ir fjar­lægðar­vernd­in öllu máli.

Lands­sam­bandið undr­ast því um­mæli sviðsstjóra fisk­eld­is hjá Haf­rann­sókna­stofn­un um að áhættumatið taki á þess­um þátt­um. Lands­sam­bandið tel­ur nauðsyn­legt að nú­ver­andi regla um bann við sjókvía­eldi á friðun­ar­svæðum í námunda við laxveiðiár verði áfram í nýrri reglu­gerð um fisk­eldi.

Það er aug­ljóst að með þess­ari breyt­ingu er ráðherra að veikja varn­ir þeirra laxa­stofna sem  friðun­ar­á­kvæðin taka nú til í reglu­gerð og eru yf­ir­lýs­ing­ar hans um að ekki sé verið að gefa af­slátt af kröf­unni um vörn fyr­ir villta laxa­stofna á Íslandi því frá­leit­ar,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Lands­sam­bandi veiðifé­laga um fjar­lægðarmörk sjókvía­eld­is.

mbl.is