Reykjanesbrautinni var lokað í kvöld vegna slæmrar færðar, en áður hafði hluta hennar, frá Þjóðbraut við Keflavík og að Flugstöð Leifs Eiríkssonar, verið lokað þar sem mikið umferðaröngþveiti myndaðist og allt að þriggja kílómetra röð bíla að flugstöðinni.
Hellisheiði var lokað fyrr í kvöld og á tíunda tímanum var svo Ólafsfjarðarmúla lokað.