Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu

Súðavíkurhlíð.
Súðavíkurhlíð. Vefmyndavél Vegagerðarinnar

Súðavíkurhlíð var lokað vegna snjóflóðahættu skömmu fyrir klukkan fimm í dag. Víða eru vegir ýmist ófærir eða lokaðir á Vestfjörðum og mokstur liggur að mestu niðri. 

Mikil vetrarfærð er um mestallt landið og víða snjóþekja og hálka. Éljagangur hefur verið um sunnan- og suðvestanvert landið og víða talsverður skafrenningur á Norðurlandinu. 

Fram eftir degi var varúðarstig vegna hugsanlegra snjóflóða á Súðavíkurhlíð en vegurinn var þó áfram opinn þangað til á fimmta tímanum. 

mbl.is