Óvissustig er á Holtavörðuheiði og í Bröttubrekku vegna veðurs. Búast má við lokunum eftir klukkan 15 í dag.
Óvissustig er einnig á Hellisheiði, Kjalarnesi og í Þrengslum eftir klukkan 15 í dag.
Á Reykjanesbraut er varað við mjög slæmu skyggni í dag eftir klukkan 18, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.
Varað er við miklum hviðum og mjög slæmu skyggni undir Hafnarfjalli í dag eftir klukkan 18.
Beðið er með mokstur vegna veðurs á norðanverðum Vestfjörðum. Þungfært og skafrenningur er á Mikladal og Hálfdán.
Á Norðurlandi er lokað frá Ketilási í Siglufjörð.
Í Öræfasveit má gera ráð fyrir óvissustigi frá Fosshóteli Núpum að Jökulsárlóni frá kl: 14:30 eða 15 í dag þar til kl 7 eða 8 í fyrramálið.
Undir Eyjafjöllum má gera ráð fyrir óvissustigi frá Markarfljóti að Vík frá klukkan 15.30 eða 16 í dag til klukkan 7 í fyrramálið.
Óvissustig er á Lyngdalsheiði eftir kl. 15 í dag.