Fylgstu með lægðinni fara yfir

Spáð er leiðindaveðri víða um landið í dag.
Spáð er leiðindaveðri víða um landið í dag. Skjáskot/Windy.com

Appelsínugul viðvörun, sem felur í sér norðaustanstorm eða -rok, hefur verið gefin út um stóran hluta landsins vegna vonskuveðurs síðar í dag og fram á nótt.

Ekkert ferðaveður verður á landinu fram á miðvikudag að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Víða verða norðaustan 20 til 28 metrar á sekúndu með vindhviðum yfir 40 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll. Skafhríð verður með lélegu skyggni og hætta er á foktjóni.

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum.

Á kortinu hér fyrir neðan má fylgjast með lægðinni fara yfir landið. Athugið að ekki er um rauntímagögn að ræða.


 

Veðurvefur mbl.is 

mbl.is