Lokað verður í Bláfjöllum í dag. Þar hefur snjó kyngt niður undanfarna daga og er allt á kafi, að því er segir í tilkynningu frá skíðasvæðunum. Þá er vegurinn á svæðið ófær eins og sakir standa.
„Förum í það í dag að hreinsa frá húsum og koma svæðinu í opnunarástand.“
Lokað hefur verið á skíðasvæðinu undanfarna daga vegna veðurs, en hver lægðin hefur gengið yfir landið á fætur annarri undanfarið.