Búið er að opna Reykjanesbrautina á nýjan leik fyrir umferð að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum, sem hvetur vegfarendur til að sýna aðgát enda mikil hálka á veginum.
Fyrr í kvöld var komið upp fjöldahjálparmiðstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík fyrir þá sem ekki komust leiðar sinnar. Lögregla hvatti fólk til þess að fara þangað til þess að komast í öruggt skjól og fá aðstoð.