„Ég er alveg sannfærður um að það er að takast að endurræsa umræðuna um kvótakerfið,“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður VG og ráðherra, um fund sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu á laugardag um kvótakerfið.
Hann segir færri hafa komist eð en vildu og að tilefni fundarins hafa verið að kvótakerfið hafi „brotið á íslensku samfélagi, stuðlað að byggðaröskun, kjaramisrétti og siðspillingu.“ Telur hann meðal annars að fréttaflutningur af starfsemi Samherja í Namibíu hafi minnt þjóðina á siðspillinguna og að umræðan „sé að vakna af meiri krafti en nokkru sinni fyrr.“