„Það er komið nóg!“

Frá Reykjanesbraut í gær.
Frá Reykjanesbraut í gær. Ljósmynd/Vegagerðin

„Hversu mörg banaslys verða þangað til einhver ráðamaður vaknar, tekur raunverulegar ákvarðanir og lætur verkin tala?“ 

Þessa spyr framkvæmdahópur Stopp-hópsins svokallaða, sem berst fyrir umbótum á Reykjanesbraut. Karl­maður á fimm­tugs­aldri lést í hörðum árekstri fólks­bíls og snjóruðnings­tæk­is á Reykja­nes­braut, á móts við ál­verið í Straums­vík, í gær­kvöldi. Að mati hópsins er vegkaflinn einn sá hættulegasti á landinu. 

Í tilkynningu frá hópnum, sem ber yfirskriftina „Það er komið nóg!!!“, segir að nú sé nóg komið og óskar hópurinn eftir fundi með fulltrúum álversins í Straumsvík, Hafnarfjarðarbæjar og Vegagerðarinnar á miðvikudag. Vegagerðin hefur staðfest mætingu á fundinn. 

„Í gær gerðist allt sem við höfum undanfarið hræðst, rúmlega 10.000 manns innlyksa vegna lokunar Reykjanesbrautar. Enginn virðist hafa áhuga og allir aðilar málsins benda hver á annan,“ segir í tilkynningu hópsins. 

Þá hefur hópurinn einnig óskað eftir fundi með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

mbl.is